fimmtudagur, júní 26, 2008

þó svo að enginn lesi þessa síðu lengur, þá ætla ég að reyna að skrifa á hana nokkrum sinnum á ári.
fréttaflutningur dagsins er í boði cfin. ég er nefnilega í vinnunni og er einstaklega löt. það er kannski vegna þess að mér finnst ég hafa verið mjög dugleg vinnukona undanfarið.

annars er hálfgerð gúrkutíð núna og ég að verða að ellismelli sem hugsar ekki um annað en veður - hitastig og vindhraði er mitt svið. það má helst nefna að ég fór til kanada á ráðstefnu í maí. það var ágætis gleði þar. gerða var líka að ráðstefnast og það var notó að hitta hana. og svo hitti ég líka lilju vald businessdömu sem var að selja pillur í toronto. svo fór ég næstum því aftur til útlanda í maí. þá fór ég með andersi og pabba hans í heimsókn til höfuðborgarinnar þar sem bróðir hans býr. við héldum uppá afmæli á bát sem silgdi í blíðskaparveðri um roskildevatnið. hitastig var væntanlega yfir 24.5 gráður þegar bátsferðin endaði um hálftíu. vindhraði: afskaplega lítill. í dag er vindhraðinn frekar mikill og átti ég í stökustu vandræðum með að hjóla upp brekkuna í vinnuna með vindinn í fésið á mér. hitastig: 17 gráður. ég fór svo líka í vinnuferð til frakklands um daginn þar sem ég tók andersinn minn með mér og hugguðum við okkur í lyon í nokkra daga fyrir fund. ég týndi kortinu mínu eins og ég geri svo oft þegar ég þarf á því að halda. ég týndi líka kortinu af lyon á stórkostlega hátt og svo einhverjum fleiri smámunum. annars var þar vindhraði ágætur og hitastigið lélegt. ég lifði það samt af þar sem mér líkar í raun ekki við hita og sól - held bara að mér líki við þessi kvikindi. þar borðaði ég mikið af góðum mat og athyglisverðum. borðaði andalifur og kálfalifur. sú fyrrnefnda var sérstök en ágæt, en hin var frekar ósmekkleg í munni - eins og ónýt lifrarkæfa. ég fór líka á listasýningu með dóti eftir keith haring sem var alveg mjög skemmtileg. kíktum á institut lumiére sem er vagga kvikmyndagerðar... mjög skemmtilegt. svo voru líka drukknar nokkrar rauðvínsflöskur. hitastigið breyttist í danaveldi við lendingu í billund. frá 30 gráðum í -10 gráður. svoleiðis hefur það verið síðan. svo hitti ég fleiri viðskiptadömur um helgina síðastliðna. svana og sirrí voru á fundi í kbh - þær voru hressar og fagrar. ég og svana vænuðum, dænuðum, shoppuðum, töxuðum og snökkuðum yfir helgina og var það sérdeilis fínt, enda ekki á hverjum degi maður fær að njóta samveru svona eðaldömu. toppur helgarinn var líkalega að henrik vibskov talaði við okkur í búðinni hans. annars langar mig líka að vera viðskiptadama í staðinn fyrir að vera akademísk dama.
jæja. annars er ekki mikið hægt að þræða líf mitt meira. ég get svo sem sagt frá deginum í gær þangað til í dag. ég fór á útsölu og keypti fyrir 2 þús danskar og var það einstök tilfinning. svo eldaði ég tælenskar fiskibollur, drakk tvo bjóra, horfði á fótbolta, spilaði kasino, svaf, vaknaði seint, borðaði morgunkorn, hjólaði á móti vindi, fór á klósettið, fékk mér kaffi, vann í tvo klukkutíma, gafst upp og hér er ég kominn.

áfram valur og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.

luv...

miðvikudagur, apríl 23, 2008

af hverju er gerða ekki búin að senda mér myndir af börnunum sínum?

ég átti afmæli um daginn. þá leið mér eins og prumpi sem komst ekki út. var með innilokunarkennd inní sjálfri mér - bara útaf aldrinum. í dag er ég gömul kona. ung sál í gömlum líkama með unglingakærasta. afmælisdagurinn er líklega sá markverðasti af þessum annars indælu vordögum. ég elska að opna pakka og ég fékka nokkra afar velheppnaða pakka á deginum mínum. svo fékk ég líka "kro ophold" frá andersi mínum. svo heppilega vildi til að helgina eftir ellidaginn var sól og blíða í danaveldi. við gerðumst ofur-hress og fórum með hjólin okkar á kránna. þar sem við hreyfum okkur aldrei og gerum varla annað en að safna spiki og hrukkum (og ég safna árum), ákváðum við að hjóla frá skanderborg og þá voru þetta ekki nema 25-30 km. svo höfðum við það notalegt á kránni - drukkum öl, spiluðum backgammon og póker, borðuðum 300 g kjötstykki í kráarmat og fengum smá rautt. hressleikinn var ekki minni daginn eftir og hjóluðum við alla leið til árósa - heila 50 km. þetta er stórt afrek á mælikvarða kristjönu og ég vill helst ekki að fólk geri lítið úr þessum afrekum. kannski þetta sé byrjunin á betra og heilbrigðara lífi. spurning hvort maður fari í svona verkefni allar helgar í stað þess að setja heima í koju með rautt í glasi.

ég er í vinnunni núna og það er sól úti. ég er að leggja síðustu hönd á veggspjald sem ég ætla að kynna í toronto eftir tæpar tvær vikur. annars man ég ekki hvað hefur gerst hér í dene undanfarna mánuði. það eina sem ég man er að sf er á algjöru blússi g finnst mér þeir tipla á tám að miðjustrikinu. vont? kannski. svo týndi friðrik giftingarhringnum sínum einhverstaðar á hafsbotni en það er náttúrulega bara very old news. einnig má segja frá því að aab er efst í dönsku deildinni. brixtofte var sendur i "alvöru" fangelsi. þetta er það eina sem ég man að hafi gerst undanfarin misseri. svona er að vera orðin of gamall og gleyminn. og já - ég lærði nýtt danskt orð. pikfald. fannst það fyndið af því að ég er fimm ára.

áfram valur.

fimmtudagur, mars 06, 2008

hellú.

allt fínt að frétta úr sveitinni. í dag svaf ég yfir mig. undanfarin misseri hefur anders verið vekjaraklukkan mín... en það er ekki hægt að treysta honum lengur. hann er nefnilega byrjaður aftur í skólanum og sefur út þegar honum sýnist og á allan frítíma heimsins. þetta gerir mig einstaklega afbrýðisama og seina í vinnuna.

annars var ég í new orleans hérna um daginn á ráðstefnu. það besta við ferðina var að ég var á hilton í executive herbergi. ótrúlega pró. þess vegna fór ég alltaf í executive lounge á 30. hæðinni á morgnanna og borðaði morgunmat með panorama útsýni yfir missisippi og new orleans. mér fannst ég afar settleg þar sem ég gúffaði í mig milljón kanil- og rúsínubeyglum ásamt öðrum morgunverðum. monthani sem fitnaði um 3 kg á fjórum dögum - bara útaf executive.
fyrir utan það hlustaði ég á lækna tala um heilablóðfall og lífeðlisfræði í heilanum og lærði ég bara ansi mikið. nú veit ég aðeins meira hvað þessir læknar vilja og get reynt að gera módelin mín meira aðlaðandi fyrir klíníkarana. ég verslaði mér líka smá dót. slatta af eyrnalokkum á genbrug og annað drasl þaðan og svo eitthvað hversdagsdrasl úr urban. ódýrt í bandaríska.

nú nenni ég varla að vinna meira.... er ekkert búin að vinna í dag. á að vera að klára að skrifa grein og ég hata að klára að skrifa greinar. svo auðvelt að byrja og svo erfitt að klára. langar líka bara að næsti sólarhringur æði áfram svo ég geti heilsað helgarfríi.

ég fór líka til berlínar smerlínar frá laugardegi til þriðjudags. þar labbaði ég af mér fæturnar vegna þess að u-bahninn var í verkfalli og ég er ekki vön að ganga mikið og er í einstaklega vondu formi. helgin var ljómandi fín og fór ég meðal annars á band of horses tónleika sem voru fínir. ég verslaði ekkert og ein af ástæðunum er að kortinu mínu var lokað af því að ég er búin a eyða svo miklu upp á síðkastið. ég fékk reiðiskast út í bankann minn sem sagði að þar sem ég hafi notað meira en 20000 danskar á netinu og erlendis síðustu 30 daga þyrfti ég að borga nokkra bréfpeninga til að fá að eyða meiru. meira monningaplokkið. finnst ekki að maður eigi að þurfa að borga bankanum til að eyða peningunum sínum sem maður geymir hjá þeim.

jæja... þetta var einstaklega leiðinlegt blogg. reyni aftur síðar.

knús til ykkar allra - held ég hafi þrjá lesendur núna.... sem ég hvet til að skrifa eitthvað á sínar eigin síður. aha dömur? rumputuskadömur - myndir af opnuna á síðurnar ykkar? já? myndir af börnunum ykkar allra? já?


until later...

miðvikudagur, janúar 09, 2008

hæ kæru rumputuskarar... þið eruð þær einu sem kíkja hingað á þriggja mánaða fresti.
ætla að byrja á að óska ykkur til hamingju með nýja árið.

það er ekki búið að gerast mikið á þessu nýja ári, nema að ég er einum endajaxli fátækari. ég þoli ekki tannlækna og ég fæ ógleði í höfði og hjarta við að heimsækja svona lækna.
þar sem ekkert er búið að gerast síðan síðast ætla ég bara að skrifa allt uppáhalds frá síðasta ári. ég man reyndar ekkert sérlega mikið eftir því ári.

janúar: þokukennt.... man ekki.
febrúar: fór til englands.
mars: flutti í nýja íbúð með andrési önd.
apríl: varð ári eldri.
maí: ljótur, vondur og sorglegur mánuður. fór líka til berlínar að vinna og keypti fínar plötur.
júní: vinnuferð til spænska landsins sem var framlengd í rómantíska helgarferð þar sem við vorum vakin um miðja nótt af því að það kviknaði í hótelinu okkar. svalur götustrákur reyndi að ræna mig en ég er ótrúlega snögg og hélt minni tösku. á móti kom að taskan rifnaði í tætlur og ég fékk marblett. brúnan með grænum keim.
júlí: tvo fínustu brúðkaup á íslandi. sumarfrí í dene með engri sól, en samt rauðvíni og notalegheitum á svölunum. mamma og hildur komu líka í heimsókn - sem var mjög gaman.
ágúst: man ekki hvað gerðist þar.
september: hmmmmm.....
október: hann kom ekki í ár.
nóvember: hmmm..... tengist eitthvað jólunum.
desember: jólastress og ógleði. eyðsla. át - græddi rúm 5 kg. fór þess vegna á bólakaf.

ætli þessir haustmánuðir hafi ekki verið eitthvað vinnusamlegir. samt ekki vinsamlegir. fór t.d. til brussel í próf hjá eu. ógeð leiðinlegt.
ekkert sérstaklega markvert ár. samt fullt af notalegum stundum heima í kotinu. litlu góðu hlutirnir gera mann happí.


besta plata sem ég keypti: panda bear - prison pitch
bestu tónleikarnir: bonnie prince billie á vega síðasta vor
besta fjölskyldan: mín
besta myndin: man ekki - gæti hafa verið the science of sleep.

nýja árið mun líklega framleiða handa mér vinnuferðir til toronto og new orleans, vinkonuferð til berlínar, fjölskylduferð til íslands, 20-40 nýjar plötur, ást, hamingju, ljós í íbúðina mína, snúrusnilling til að redda snúrunum og gleði.
nýja árið ætlar að reyna að ræna þessum 10 aukakílóum líka. sjáum hvernig það gengur.

hafið það gott.

fimmtudagur, desember 06, 2007



ég er komin med jólaógledi. fyrir tveimur vikum var ég full af von og trú um ad jólatídin í ár yrdi einstaklega ljúf, mjúk og flöffí. thá voru skipulagdar verslunarferdir til ad klára jólagjafakaup fyrir 1. des, kaup á adventukransi, jólaljósum og mig dreymdi um huggulegar helgar thar sem sett væri í nokkrar sortir á medan gram parsons, hank williams eda jóla-elvis myndi hljóma um hlytt og huggulegt jólaskreytt heimilid.
draumarnir eru ekki ad rætast. af theim 15 dögum sem ég hef fengid úthlutad ádur en ég hendi mér heim til íslands, thá hef ég nú thegar planlagt 10 daga í allskyns rugl og vitleysu eins og jólabod, øldrykkju og matarmod. eins og thad er nú skemmtilegt ad vera félagslegur, thá stressar thetta mig med eindæmum og er ég komin med mikla ógledi í líkama og sál. ég held ég verdi ad bregda á thad rád ad skrópa... kannski á barnum eda jafnvel vinnunni :-/ nei.
annars er thad í fréttum ad ég er ordin framkvæmdarstjøori glænyrrar macbook pro. elska thessa sætu silfurskottu og er búin ad fegra hana med allskyns fínum og flottum tólum. hún á líka afar sniduga myndavél sem einfeldningar eins og ég elska ad leika sér vid. hér ad ofan eru t.d. tvær random af mér og dorte og mér og andersi...
bless.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

ég er svakalega súr eftir kosningarnar í dk í gær. thrátt fyrir ad sf og villy hinn gódi hafi fengid tólf ný sæti á thingi - jibbí - thá hélt stjórnin meirihluta sínum. ég á afar erfitt med ad sætta mig vid ad danski thjódarfolkkurinn med píu fokking kjærsgaard verdi áfram studningsflokkur ríkisstjórnarinnar. oj barasta - oj barasta - og ekki skil ég hvadan thessi 13,8% sem kjósa thennan hryllings danska thjódarflokk koma. ég thekki allaveganna engan sem stydir thessa kjána. vitleysingar thessir danir. thrátt fyrir ad hafa verid frekar svartsýn á ad rauda lidid kæmist til valda, thá vonadi ég svoooo mikid ad stjórnarflokkarnir hefdu thurft studning frá ny alliance OG rasistaflokknum til ad halda meirihluta. thad hefdi kannski ordid skoplegt samstarfid thá - ad fá khader og kjærsgaard til ad vera sammála... og thá kannski stytt samstarfid hjá meirihlutanum og tíma ad næstu kosningum. andskotans. ekki í thetta skiftid.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

jæja. nú er kominn nóvember og ég fer ad komast í skap. tíminn hefur lidid afar hratt undanfarid. hef ég setid sveitt sídustu viku vid ad skrifa abstrakta fyrir ISMRM radstefnu. sama hversu mikid madur reynir ad skila inn vel fyrir deadline, thá endar thetta alltaf á thví ad madur sendir inn rétt fyrir deadline :-/ í thetta skiptid byrjadi ég ad vinna í thessu löngu fyrir deadline en upptekni yfirmadur minn ignoradi mig og samstarfsmann minn alveg thangad til í gær... svo hann eydilagdi thetta fyrir mér fífillinn og ég búin ad stressa mikid, íbúdin mín er skítug og ég hálf lufsuleg med reitt hár og bólufés.
annars nádi ég ad skella mér yfir til frú sigrídar á laugardaginn sídasta. thad var alveg einstaklega huggulegt ad hitta thær mædgur. vona ad ég sjái thær aftur sem fyrst. ég eyddi peningum thar í rándýra svarta húfu sem reyndist græn, kristalsglös í mörgum fallegum litum og teak-ljós á genbrug sem eydilögdust á leidinni heim :-(
já, skapid er bara allt ad koma. ég ætla ad skrópa í vinnunni eftir smá og kaupa mér verdlaun. er ad spá í ad kaupa mér hreindýrapúda.